
Völuberg ehf. býður alhliða þjónustu á sviði jarðfræði, jarðtækni, bergtækni og jarðverkfræði, þ.e. ráðgjöf, rannsóknir, hönnun og eftirlit með jarðvinnuframkvæmdum
Bergtækni
Völuberg ehf. annast víðtæka bergtækni- ráðgjöf vegna mannvirkjagerðar. Þar má nefna, jarðfræðikortlagningu, berggrunns- rannsóknir, umsjón og túlkun bergtækni- prófana, borrannsóknir, berggæðamat, mat á burðarþoli bergs og jarðlaga, mat á stæðni skeringa og neðanjarðarmannvirkja, mat á styrkingum, bergfærslumælingar og aflögun í bergi, bergspennur og líkangerð, mat á lekt og bergþéttingar og ástandsskoðun jarðganga, auk hönnunar og framkvæmdareftirlits á mismunandi mannvirkjum í bergi.
Jarðfræðirannsóknir
Jarð- og berggrunnsathuganir eru nauðsyn- legur þáttur fyrir mannvirkjagerð og grundun mannvirkja. Kortleggja þarf gerð og þykkt jarðlaga og berggrunns, kanna sprungur og misgengi, mæla stöðu grunnvatns, mæla lekt jarðlaga og bergs. Þá þarf að meta jarðtæknilega eiginleika jarðefna og jarðlaga, oft með rannsóknum á vettvangi eða prófunum á sýnum á rannsóknarstofu. Sérfræðingar Völubergs ehf. taka að sér mat á jarðfræðiaðstæðum og grundunar- forsendum mannvirkja og þörf rannsókna með tilliti til gerð mannvirkis og aðstæðna.
Grjót- og efnisnám
Völuberg veitir sérfræðiráðgjöf vegna vinnslu bergs í grjót til brim- og rofvarna. Í þessu felast þættir eins og kortlagning, berg- gæðamat, ráðgjöf um sprengiaðferðir, stærðardreifingarmat og grjótvinnsluspár. Einnig sinnir Völuberg sérfræðiþjónustu varðandi efnisnámur almennt, bæði grjót- og setnámur vegna notkunar á fyllingarefni í vegi, steypu og til annarrar mannvirkja- gerðar. Þetta felur í sér þætti eins og kortlagningu, námuleit, fýsileikamat á námukostum, umhverfismat, rannsóknir, sýnatöku og umsjón með efnisprófunum og ráðgjöf varðandi notkun.



Þjónusta Völubergs
Jarðfræðikortlagning
Jarðfræðiskýrslur (GIR)
Jarðtækniskýrslur (GDR)
Grundun mannvirkja og hönnunarforsendur
Jarðgrunnsathuganir
Sprunguleit og -kortlagning
Rannsóknarboranir, rannsóknargryfjur og sýnataka
Boreftirlit, borkjarnagreiningar og svarfgreiningar
Lektarprófanir og dæluprófanir
Jarðfræði fyrir mat á umhverfisáhrifum
Jarðvá og áhættugreining jarðvár
Umsjón og verkeftirlit með jarðvinnu, vegagerð, gatnagerð og lagnavinnu
Almenn jarðvinnuráðgjöf
Áhættumat fyrir jarðvinnu
Magntaka og úttektir á jarðvinnu
Ástandsskoðun jarðvinnumannvirkja
Umsjón og túlkun titringsmælinga vegna sprenginga o.fl.
Námuleit, námukannanir og efnisgæði
Grjótleit, grjótnám og vinnsluspár
Vegbygging, hönnun og ráðgjöf
Jarðgangagerð og jarðgöng í rekstri, hönnun, ráðgjöf, ástandsmat og viðhald
Jarðfræðikortlagning í neðanjarðarmannvirkjum
Bergtækni
Spennur í bergi
Bergfærslur og aflögun bergs
Berggrunnsrannsóknir
Burðarþol bergs og jarðlaga
Stæðni bergskeringa og neðanjarðarmannvirkja
Berggæðamat (Q-kerfi, RMR o.fl.)
Bergstyrkingar
Mat á lekt í bergi og jarðlögum
Bergþétting
Vatnsklæðingar í jarðgöngum/ neðanjarðarhvelfingum
