top of page

Völuberg ehf. er ráðgjafarfyrirtæki stofnað 2024 af þremur aðilum, jarðfræðingi, jarðverkfræðingi og mannvirkjajarðfræðingi.

Við sérhæfum okkur í jarðfræðirannsóknum, bergtækni og jarðtækni og sinnum ráðgjöf, hönnun og eftirliti með jarðvinnuverkefnum.

Atli Karl Ingimarsson

Jarðverkfræðingur M.Sc.

S: 842 3092

atli@voluberg.is

Atli Karl er með tæplega 30 ára starfsreynslu og hefur komið að ráðgjöf, rannsóknum, hönnun og eftirliti fyrir flestar gerðir jarðvinnumannvirkja og einnig hönnunar- og verkefnastjórnun á þverfaglegum verkefnum. Atli starfaði um tíma við framkvæmdaeftirlit vatnsaflsvirkjunar í Tyrklandi og hefur einnig unnið ýmis konar verkefni í Noregi, þá flest á sviði jarðtækni og jarðgangagerðar. Hann er stjórnarmaður í Jarðgangafélagi Íslands, varaformaður í jarðgangahópi NVF (Nordisk Veg Forum) og tengiliður Íslands við alþjóða bergtæknifélagið, ISRM, f.h. Jarðtæknifélags Íslands. Atli starfaði áður hjá Mannviti og var þar fagstjóri yfir jarðtækni. Einnig var hann um tíma framkvæmdastjóri dótturfyrirtækis þess í Noregi, Mannvit AS.

Sérsvið:

Jarð- og bergtækni, jarðverkfræði, jarðgangagerð, mannvirkjajarðfræði, jarðgrunnsrannsóknir, verkefnisstjórn og hönnunarstjórn.

Menntun:

Norges Teknisk-Naturvitenskapelige Universitet, NTNU, Trondheim, Noregur, M.Sc. (Siv.Ing.) í jarðverkfræði, 2003.

Háskóli Íslands, Reykjavík, B,Sc. Jarðfræði, 1998.

Atli Karl Ingimarsson Jarðverkfræðingur
Benedikt.jpg

Benedikt Óskar Steingrímsson

Jarðfræðingur B.Sc.

S:867 8175

benedikt@voluberg.is

Benedikt Óskar hefur starfað sem jarðfræðingur síðan árið 2008. Sérsvið hans eru mannvirkjajarðfræði, jarðverkfræði, jarð- og bergtækni. Hann hefur verið á verkstað við byggingu á nokkrum vatnsaflsvirkjunum, meðal annars í Búðarhálsi og Búrfelli. Benedikt hefur tekið þátt í mörgum jarð- og berggrunnsathugunum víðsvegar um Ísland, ásamt ástandsskoðunum og viðhaldsverkefnum í veggöngum. Hann hefur mikla reynslu af rannsóknarborunum, borkjarna- og svarfgreiningum, jarðfræðikortlagningu, námuleit og skoðun námukosta og jarðfræði fyrir mat á umhverfisáhrifum. Benedikt starfaði áður hjá Mannviti og fyrir verktakafyrirtækið Ístak, m.a. í 3 ár í Noregi, þar sem hann tók þátt vegargerðarverkefni fyrir norsku vegagerðina ásamt því að stýra jarðgangagerð við gerð á 5 litlum vatnsaflsvirkjunum fyrir Helgelandkraft.

Menntun

Háskóli Íslands, Reykjavík, B,Sc. Jarðfræði, 2008. 

Grautunarnámskeið hjá BASF í Sviss, 2014 

Haraldur Hallsteinsson

Mannvirkjajarðfræðingur M.Sc.

S:842 3331

halli@voluberg.is

Haraldur er mannvirkjajarðfræðingur með tæplega 30 ára starfsreynslu og hefur komið að jarðfræðirannsóknum fyrir ótal stærri og minni verkefni. Þar má meðal annars nefna Kárahnjúkavirkjun, Hvammsvirkjun, Almannaskarðsgöng, Fáskrúðsfjarðargöng, Fjarðarál og Hörpu. Haraldur er með mikla reynslu af framkvæmdaeftirliti með mannvirkjagerð, vegna gatna- og vegagerðar, veitu- og lagnagerðar, neðanjarðarmannvirkja, virkjana og annarra mannvirkja. Hann hefur áratuga reynslu af jarðfræðikortlagningu, umsjón, skipulagi og túlkun jarð- og berggrunnsrannsókna, borkjarna- og svarfgreiningum, berggæðamati, námuleit og

ákvörðun námukosta fyrir bæði fyllingarefni og grjótnám. Haraldur starfaði áður hjá Mannviti, verktakafyrirtækinu Fosskraft og Jarðfræðistofunni.

 

Sérsvið:

Jarðfræði og jarðtækni rannsóknir fyrir jarðgöng, vatnsaflsvirkjanir og önnur mannvirki, eftirlit og umsjón með jarðvinnu og vegagerð.

Menntun

M.Sc Engineering Geology, University of Portsmouth 2015

Háskóli Íslands, Reykjavík, B.Sc. Jarðfræði 1998.

Haraldur Hallsteinsson Mannvirkjajarðfræðingur
Völuberg

Bíldshöfði 16

110 Reykjavík

voluberg@voluberg.is

Kt:450624-1280

Atli Karl Ingimarsson                   

S:842 3092

Benedikt Óskar Steingrímsson

S:867 8175

Haraldur Hallsteinsson

S:842 3331

bottom of page