
REYKJANESBRAUT
Sérfræðingar Völubergs hafa komið að rannsóknum, hönnun og framkvæmdaeftirliti með verkáföngum í tvöföldun Reykjanesbrautar ásamt tilheyrandi vegtengingum, aðreinum og fráreinum, undirgöngum, brúm, mislægum vegamótum, hringtorgum og stígum. Aðkoman á kaflanum milli Krýsuvíkurvegar og Kaldárselsvegar var verkefnisstjóri framkvæmdaeftirlits, aðaleftirlitsmaður og aðstoð til Vegagerðarinnar með umsjón og rekstur verkefnisins, m.a. varðandi reikninga, magnuppgjör, úttektir, verkfundi, samskipti, aukaverk og kröfur.
Aðkoman á kaflanum milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns var skipulag og umsjón forrannsókna, ráðgjöf um efnisnotkun nútímahrauns, hönnunarforsendur varðandi brúarundirstöður, undirgöng og uppbyggingu vegar og hönnun, gerð útboðsgagna og kostnaðaráætlunar fyrir þessa þætti í for- og verkhönnun. Einnig aðstoð á framkvæmdatíma og ráðgjöf varðandi efnisnotkun á hrauni gagnvart kröfum og jarðtækniráðgjöf vegna undirstaðna fyrir brýr, undirganga og mislægra vegamóta á nútímahrauni.

HRINGVEGUR, FOSSVELLIR - LÖGBERGSBREKKA
Sérfræðingar Völubergs hafa komið að rannsóknum, hönnun og framkvæmdum nokkurra verkáfanga við tvöföldun á Hringvegi á Suðurlandi ásamt tilheyrandi hliðarvegum, vegtengingum, að- og fráreinum, undirgöngum, stígum og ræsum. Aðkoman við breikkun Hringvegar um Fossvelli að Gunnarshólma var verkefnisstjóri framkvæmdaeftirlits, aðaleftirlitsmaður og aðstoð til Vegagerðarinnar með umsjón og rekstur verkefnisins, m.a. varðandi reikninga, magnuppgjör, úttektir, verkfundi, samskipti, aukaverk og kröfur.

HRINGVEGUR HVERAGERÐI – SELFOSS
Vegna tvöföldunar á Hringvegi milli Hveragerðis og Selfoss höfðu sérfræðingar Völubergs ýmis konar aðkomu varðandi rannsóknir, hönnun og framkvæmdaeftirlit. Má þar nefna jarðtæknilega rýni vegna ferginga, fergingaáætlunar og vatnsræsingar, jarðgrunnsrannsóknir fyrir veghönnun og framkvæmdaeftirlit fyrir hönd Vegagerðarinnar áður en samið var við eftirlitsaðila.
LAXÁRDALSVEGUR
Sérfræðingar Völubergs sinntu jarðgrunnsrannsóknum og jarðtæknilegri ráðgjöf vegna endurbóta á Laxárdalsvegi á Norðvesturlandi. Athuganir voru gerðar á efnisnámum og rannsóknir fólust í gryfjum, borunum, sýnatöku, ákvörðun prófana, úrvinnslu, túlkun, hönnunarforsendum og skýrslugerð.